Rokkland

Geislar, skin og skúrir á Sólstöðuhátíð

Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram núna um helgina í þriðja sinn og Rokkland er á staðnum.

Hátíðin hefur stækkað gríðarlega síðan hún var sett á laggirnar árið 2014 og líklega eru gestir Secret Solstice í ár um 15.000.

Mestur spenningur var fyrir tónleikum bresku hljómsveitarinnar Radiohead á föstudaginn, en sveitin sem er búin vera starfandi í rúm 30 ár hefur aldrei áður komið til íslands, amk, ekki til spila.

Ég hitti allskyns fólk í Laugardalnum um helgina og við heyrum af því í þættinum í dag, bæði tónleikagestir aðstandendur.

Ég ræddi við fólk fyrir tónleika Radiohead og ræddi líka við tónleikagesti strax tónleikum loknum.

Við heyrum líka upptökur frá hátíðinni með Axel Flóvent t.d.

Jack Magnet kemur við sögu, Sister Sledge, Radiohead, Deftones, Biggi í Dimmu, Andri Freyr, Frosti Logason, Jón Ólafsson vatnskóngur, Ósk Gunnarsdóttir, Þorsteinn Stephensen, Kaleo, Danni Maus) og margir fleiri.

Frumflutt

19. júní 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,