Rokkland

Bræðslan er best

...daginn eftir og upphituð -

Í Rokklandi dagsins heyrum við brot frá Bræðslunni 2016 sem fór fram í gær á Borgarfirði eystri í 12. sinn í gær.

Rás 2 hefur sent út beint frá Bræðslunni allar götur síðan 2006 þegar Emiliana Torrini kom fram á Bræðslunni í annað sinn og dró þá vini sína frá Skotlandi - Belle & Sebastian með sér.

Þessi skemmtilega tónlistarhátíð fæddist eiginlega sjálfu sér þegar Emiliana Torri hélt litla tónleika heima í gömlu sveitinni sinni sem hún dvaldi í hjá ömmu sinni á sumrin þegar hún var krakki. Í dag er Bræðslan einn af skemmtilegustu tónlistarviðburðum ársins og árið í ár er 11 árið þar sem sent er út beint á Rás 2. Þar auki var sent út í mynd á RUV 2 líka - annað árið í röð.

Listamennirnir sem komu fram á Bræðslunni í ár eru þessir og í þessari röð:

Soffía Björg

David Celia

Tina Dickow og Helgi Hrafn

Gavin James

Amabadama

KK Band

Nýdönsk

Við heyrum brot af öllum tónleikum gærkvöldsins nema Dönsk í Rokklandi dagsins. Þeir tónleikar verða endurteknir í heild sinni síðar (fljótlega).

Umsjónarmaður á Bræðslunni var Matthías Már Magnússon og hljóðmaður Haffi Tempó.

Frumflutt

24. júlí 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,