Rokkland

E.L.O.R.G.Í.A.

Jeff Lynne úr E.L.O er maður vikunnar í Rokklandi og þátturinn er næstum allur helgaður honum.

Ein stærsta tónlistarfrétt vikunnar og kannski ársins er það var koma út plata með E.L.O. ? Electric Light Orchestra. Platan kemur út undir nafninu Jeff Lynne´s E.L.O. en Jeff Lynne hefur frá upphafi, frá árinu 1971 verið forsprkakki E.L.O. Hann er E.L.O. og E.L.O. er hann. Hann semur öll lögin, hann útsetur, spilar allt, syngur allt og allt sem E.L.O. stendur fyrir hefur orðið til í höfðinu á honum.

E.L.O. er ein af stærstu og þekktustu og vinsælustu hljómsveitum popp og rokksögunnar, hefur selt meira en 50 milljónir platna, topp-40 lögin í Bretlandi eru 25 og nýja platan er 14. stúdíó-platan.

Síðasta E.L.O. plata kom út 2001, heitir Zoom og vakti enga sérstaka athygli, náði 94. sæti Bandaríska vinsældalistans og það þrátt fyrir þar voru tveir Bítlar gestir, George og Ringo.

Síðasta plata E.L.O. þar á undan kom út 1986, 15 árum fyrr, og eru 14 ár frá 2001, tvær plötur á 30 árum og það er ekkert sérlega mikið.

Jeff Lynne hefur aldrri verið mikið fyrir það spila á tónleikum og það eru ýmsar ástæður fyrir því sem farið er í í þættinum. En er þetta allt breytast, það er mikill spenningur fyrir plötunni sem heitir Alone in the Universe. Hún stökk beinustu leið í 4. sæti breska vinsældalistans og í 1. sæti vinyl-sölu listans. Og svo ætlar E.L.O fara túra líka en það hefur sveitin ekki gert líklega síðan 1986.

Jeff segir sjálfur frá samstarfinu við Bítlana í þættinum, talar um vini sína Bob Dylan, Royu Orbison. Tom Petty, George Harrison, Roy Wood ofl. Talar um vinnuna og E.L.O. og allt mögulegt auk þess sem ég skauta yfir ferilinn - líka það sem Jeff hefur gert með öðrum tónlistarmönnum en hann er einn eftirsóttasti upptökustjóri heims og hefur gert plötur með mörgum af þeim bestu. Bítlarnir eru líklega toppurinn en það var einmitt Jeff sem var fenginn til gera Bítlalögin Free as a bird og Real love uppúr gömlum kassettu upptökum sem Lennon gerði, þegar Beatles Anthology kom út 1995.

David Bowie sendi svo frá sér nýtt lag í vikunni og það setti músíkpressuna næstum á hliðina. Lagið er fyrsta smáskífa væntanlegrar plötu sem kemur út á afmælisdaginn hans næsta (8. janúar) en þá verður Bowie 69 ára gamall. Og hann er ennþá með ? og miklu meira en það. Hann fékk hjartaáfall í miðri tónleikaferð árið 2004 og hefur síðan þá haft frekar hægt um sig. Hefur þó komið fram sem gestur á nokkrum plötum og stigið á svið einstaka sinnum sem gestur. Hann sendi síðast frá sér plötu fyrir tveimur árum

Frumflutt

22. nóv. 2015

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,