Rokkland

Bubbi talar og talar...

Í Rokklandi á sunnudaginn. Hann talar fyrst og fremst um nýju plötuna - 18. konur sem fjallar meira og minna öll um konur. Það eru líka konur sem spila með honum á plötunni - eingöngu konur. Þær kalla sig Spaðadrottningarnar og eru Ingibjörg Elsa Turchi sem spilar á bassa, Brynhildur Oddsdóttir á gítar, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur og Margrét Arnardóttir á harmonikku.

Við Bubbi ræðum í þættinum um konur, plötuna, Spaðadrottningarnar, trúmál, höfundarétt, netið, Spotify, Úlfur Úlfur, nauðganir, Múhameð og Guð, um rafmagnsgítara, réttarkerfið, hefndarklám, Drekkyngarhyl og drauma, um Joy Divison, ríka fólkið, ljóðabækur, Múslima og flóttafólk, útgefendur og ýmislegt fleira.

Bubbi Morthens kom inn íslenskt tónlistarlíf eins og stormsveipur árið 1980 ? þetta er gömul klisja orða hlutina svona en hún er svo innilega sönn í tilfelli Bubba. Síðan þá hefur hann ekki látið okkur í friði ? hann er búinn gera fleiri lög og plötur en allir aðrir íslendingar. 8 konur er 28. sólóplatan hans og þá eru plöturnar með hljómsveitunum hans ekki teknar með ? Utangarðsmanna-plöturnar, Egó-plöturnar, Das Kapital, GCD-plöturnar og ekki tónleikaplöturnar eða safnplöturnar.

Bubbi hefur skrifað bækur ? barnabækur og veiðibækur, og núna síðast ljóðabók sem hefur slegið í gegn. Hann bloggar, hann stýrir útvarpsþáttum og sjónvarpsþáttum - hann er yfir og allt um kring og allt of fyrirferðarmikill finnst mörgum - en sumir aldrei nóg af þessum Bubba.

Frumflutt

6. des. 2015

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,