Rokkland

Skrýmsli og frumkvöðlar dansa líka

Tónlistarheimurinn hefur hreinlega farið á hliðina síðustu vikurnar eftir David Bowie féll frá, 69 ára aða aldri. Fólk hefur keppst við mæra hann, allskyns fólk, tjónrmálamenn og aðrir tónlistarmenn. Marilyn Manson lét t.d. hafa það eftir sér líf hans hafi hreinlega breyst þegar hann heyrði plötuna Scary Monsters á sínum tíma. Plöturnar hans seljast sem aldrei fyrr og þessa vikuna á hann 5 af 10 mest seldu plötunum í Bretlandi.

En ekki nóg með það heldur á hann 12 plötur á topp 40 og af 80 mest seldu plötunum á hann 18 stykki.

Elvis er eini sem hefur átt 12 plötur í einu á topp 40, en það gerðist einmitt eftir hann lést árið 1977. En svona lítur Bowie vinsældalistinn breski út þessa vikuna.

01 - BLACKSTAR (2016)

03 - BEST OF BOWIE (2002)

05 - NOTHING HAS CHANGED - THE VERY BEST OF DAVID BOWIE (2014)

09 - HUNKY DORY (1971)

10 - THE RISE AND FALL OF ZIGGY STARDUST (1972)

20 - ALADDIN SANE (1973)

27 - LOW (1977)

28 - "HEROES" (1977)

30 - DIAMOND DOGS (1975)

31 - THE NEXT DAY (2013)

32 - STATION TO STATION (1976)

36 - SCARY MONSTERS (1980)

42 - LET'S DANCE (1983)

43 - YOUNG AMERICANS (1975)

52 - THE MAN WHO SOLD THE WORLD (1970)

63 - PIN UPS (1973)

66 - LODGER (1979)

79 - SPACE ODDITY (1969)

Í þessum öðrum þætti af þremur skoðum við tímabilið frá 1973 til 1987 í lífi Bowie, en á þessum árum var Bowie allt í senn; tilraunaglöð fyrirmynd, unglinga-ídol og rokkstjarna.

Bowie segir sjálfur frá einu og öðru. Tony Visconti upptökustjóri og vinur kemur við sögu, en hann er einn nánasti samstarfsmaður Bowie frá upphafi og allt til enda. Hann var með honum á "fyrstu" plötunni ? Space Oddity 1969, The Man who Sold the World, Low, Heroes, Lodger, Scary Monsters and Super Creeps, Young Americans og líka á Black Star og plötunum þremur þar á undan.

Mike Garson píanóleikari Bowie´s allar götur frá 1973 og þar til hann steig síðasta á svið verður á línunni í þættinum og talar um tímana þegar hann var með Bowie í Philadelphia taka upp Young Americans og um Diamond Dogs túrinn ofl.

Svana Gísladóttir sem býr í London og gerði myndböndin við lögin Black Star og Lazarus með Bowie stuttu áður en hann lést kemur líka við sögu, og eins Ragnheiður Hanson sem féll 13 ára gömul fyrir manninum og söngvaranum og stóð síðar hans einu heimsókn til Íslands ? tónleikunum í Laugardalshöll 1996.

Björn Jörundur úr NýDönsk segir frá í þættinum, en hann jeillaðist 8 ára gamall af David Bowie og það eina sem hann óskaði sér í afmælishjöf þegar hann var 9 ára var nýja platan frá David Bowie - platan Lodger.

Fyrsti þátturinn um

Frumflutt

31. jan. 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,