Rokkland

Don Henley og aðrir eldri menn...

Rokkland vikunnar er helgað nokkrum náungum sem eiga það sameiginlegt hafa slitið barnsskónum fyrir margt löngu. Einn í Winnipeg í Kanada, Einn í Cass County í Texas, einn í Vestmannaeyjum, einn í Sheffield og einn á Norður-Englandi nálægt Newcastle.

Fyrsti gesturinn er Richard Hawley frá Sheffield, 48 ára gamall gítarleikari, söngvari, lagasmiður og upptökustjóri svo eitthvað nefnt. Hann á marga aðdáendur á Íslandi þó það fari kannski ekki svo mikið fyrir þeim. Hann sendi nýlega frá sér plötuna Hollow Meadows og við heyrum lög af henni auk þess sem við rifjum upp símaviðtal sem ég átti við hann þegar síðasta plata kom út fyrir þremur árum.

Svo er það Don Henley ? trommari og söngvari úr Eagles. sem syngur Hotel California. Hann er orðinn 68 ára gamall og var senda frá sér fyrstu plötuna í 15 ár. Hún heitir Cass County eftir gömlu sveitinni sem hann ólst upp í - í Texas. David Fricke hjá Rolling Stone gaf plötunni 4 stjörnur af 5. Við heyrum af plötunni og lög af henni í þættinum.

Brian Johnsson söngvari AC/DC kemur líka við sögu, en hann er jafnaldri Don Henley.

Eiður Arnarsson fyrrum útgáfustjóri hjá Skífunni og Senu skrifaði áhugaverðan pistil um tónlist á netinu ? tekjumöguleika tónlistarmanna í dag miðað við áður ofl. Eiður er tónlistarmaður (bassaleikari Todmobile), tónleikahaldari, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda og starfar einnig við stafræna dreifingu tónlistar.

Í greininni segir hann ma: "Tónlistin er líklega listgrein sem við getum fæst lifað án. Hún er alltumlykjandi. Hún er hljóðrás lífs okkar flestra. Framtíð íslenskrar tónlistar er best tryggð með því neyta hennar og njóta löglega, á þann hátt sem tryggir réttlátt endurgjald til handa þeim sem skapa hana". Eiður heimsækir Rokkland.

Svo heyrum við undir lok þáttarins í afmælisbarni vikunnar ? STÓR-afmælis-kalli vikunnar ? Neil Young sem, varð sjötugur í vikunni.

Frumflutt

15. nóv. 2015

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,