Rokkland

Jólin á Mars og þegar María mín fór

Allar götur síðan 1997 hefur Rokkland boðið upp á sérstakan jólaþátt og hann er einmitt í dag þetta árið.

Í fyrsta þættinum fyrir öllum þessum árm var þetta eki mikið mál, það var eki svo erfitt safna saman bunka af skemmtilegum og svolítð „öðruvísi“ jólalögum sem ekki högfðu verið spiluð mikið í útvarpið þann desemberinn, en með hverju árinu sem líður verður þetta meira og meira mál - fyrst og fremst vegna þess starfsfólk Rásar 2 er meðvitaðra um jólamúsíkina sem er til og það sem heyrist í útvarpinu í dag er miklu fjölbreyttara en það var áður. Það er búið vera mikið af jólamúsík á Rásinni um jólin sem þýðir þetta er heilmikil áskorun fyrir mig bjóða upp á eitthvað JÓLA ? þriðja í jólum sem fólk nennir hugsanlega hlusta á.

En ég ætla í Jóla-Rokklandi í dag bjóða upp á Blind Boys of Alabama, The Flaming Lips ? Wayne Coyne verður líka á línunni og segir frá jólalaginu þeirra; A change at christmas, say it isn´t so. Við heyrum Gene Autry syngja um mömmu sína og jólasveinin, Eddie Cochran og The Holly Twins syngja um Elvis og jólin. Við heyrum lög af nýrri jólaplötu Kylie Minogue, Mary Gauthier um jólin á götunni, John Prine syngur um jólin þegar kærastan yfirgaf hann, Teinar um jólin þegar María mín fór, Willie Nelson syngur um jólin í ræsinu, og Johnny Cash um jesúbarnið, Neil Young og Pegi fyrrum eiginkona hans um jólabjöllurnar í Frakklandi, Chrissie Hynde syngur gamlan jólasálm og Tim Wheeler úr írsku hljómsveitinni Ash syngur um uppvakningajól og jólin á brimbretti.

John Travolta og Olivina Newton John taka lagið líka, Lou Rawls og Ramones.

Frumflutt

27. des. 2015

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,