Rokkland

Melódíski bassalínumaðurinn Jakob Smári

Gestur Rokklands þessa vikuna er Jakob Smári Magnússon tónlistarmaður og einn besti og mesti bassaleikari þjóðarinnar.

Hann var í Tappa tíkarrassi með Björk og þeim í Rokki í Reykjavík var í Das Kapital með Bubba eftir Egó lagði upp laupana. Hann var í Grafík með Helga Björns og stofnaði svo Síðan Skein Sól með Helga.

Jakob hefur spilað mikið með Bubba gegnum tíðina og er á mörgum bestu plötum Bubba.

Hann var í Pláhnetunni með Stebba Hilmars og þeim félögum og ferðaðist svo um allan heim í nokkur ár með John Grant.

Jakob varð sextugur í sumar og af því tilefni er hann með tónleika í Bæjarbíó í Hafnarfirði 20. september nk og þar ætlar hann spila einu sinni enn haug af lögum sem hann hefur oft spilað og spilar í á plötunum sem þau komu út á - Das Kapital Tappai Tíkarrass - Grafík SSSÓL og svo framvegis

Og Jakob talar í þættinum um lögin bassann músíkástina og lífið sem hefur genbið upp og niður hjá honum eins og okkur hinum.

Frumflutt

15. sept. 2024

Aðgengilegt til

17. sept. 2025
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,