Rokkland

Draumanikkan, norskt kvenlegt feminista blackmetal, Evan Dando í Madrid og erlendir gestir á Airwaves

*Við förum bakviðs með Andrea Frey Viðarssyni í Madrid og hittum Evan Dando úr Lemonheads. Andri Freyr Viðarsson gerð sér ferð til Spánar á dögunum til sjá hann og heyra.

** Við heyrum viðtal við Norsku feminista black-metal hljómsveitina Witch Club Satan sem var hér á Íslandi um daginn, við náðum þeim á hestbaki.

*** Herve Riesen útvarpsstjóri Franska ríkisútvarpsins, FIP, var hér á Iceland Airwaves og segir okkur hvað honum fannst best og áhugaverðast við hátíðina.

**** Margrét Arnardóttir er með söfnun fyrir drauma-nikkunni á Karolina fund. Rokkland hitti hana í Ægi 220 í Hafnarfirði í gær í sándtékki fyrir tónleika með Söru Blandon.

***** Sandra Derian er frá San Fransisco. Hún er sannkallaður Íslands-vinur sem kom á fyrstu Iceland Airwaves hátíðina 1999, aftur 2000 og kom svo í þriðja sinn til Íslands 2001 á Reykjavík Mini Festival þar sem Sigur Rós spilaði t.d.

Frumflutt

24. nóv. 2024

Aðgengilegt til

26. nóv. 2025
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,