***Í dag er dagur íslenskrar tónlistar og tveir heiðursmenn sem heiðraðir voru í dag koma aðeins við sögu í Rokklandi vikunnar. Annars vegar textaskáldið Þorsteinn Eggertsson sem hlaut Heiðursmerki Stefs í dag en hann á um það bil 500 texta hjá Stefi.
Þorsteinn samdi texta eins og Gvendur á eyrinni, Ég elska alla, Slappaðu af, Er hann birtist, Himinn og jörð, Heim í Búðardal, Söngur um lífið, og jólatexta eins og Hátíðarskap, Fyrir jól, og Þorláksmessukvöld.
***Magnús Eiríksson var sæmdur þakkarorðu íslenskrar tónlistar í dag fyrstur manna og hann kemur við sögu í þættinum.
***Enska hljómsveitin The Cure var að senda frá sér plötuna Songs of a lost world sem er fyrst aplata hljómsveitarinnar í heil 16 ár. Þetta eru stórtíðindi þar sem héldu að það kæmi aldrei plata frá hljómsveitinni meir. Hún gerði sér lítið fyrir og smellti sér í toppsæti vinsældalistanna bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Þeir Biggi og Palli úr Maus, Birgir Örn Steinarsson og Dr. Páll Ragnar Pálsson koma í heimsókn og tala um Cure og nýju plötuna sem hefur verið að fá aldeilis frábæra dóma.
***Og svo er það lagið Do they know it´s christmas sem fyrst var gefið út fyrir 40 árum til styktar hungruðum heimi, fólki í Eþíópíu sem var að deyja úr hungri á sjónvarpsskjáum vesturlandabúa.
Það var að koma út ný útgáfa laf laginu þar sem nouð eru brot úr upphaflega útgáfunni frá 1984 – en líka útgáfunum sem komu út á 20 og 30 ára afmælinu.
Thom Yorke spilar á píanó, Paul McCartney á bassa og Roger Taylor úr Queen á trommur- og svo syngja t.d. Bono, Dido, Ed Sheeran, Paul Weller, Simon le Bon, Sinéad O´Connor, Chris Martin, Seal og svo framvegis. Lagið sömdu þeir Bob Geldof og Midge Ure úr Ultravox sem hefur t.d. staðið á sviði með Todmobile í Hörpu. Sitt sýnist hverjum um ágæti lagsins og framtaksins. Við skoðum þetta aðeins í þættinum.