Rokkland

XXX Rottweiler

Gestir Rokklands eru 2 Rottweilerhundar, þeir Erpur (Blazroca) og Bent.

Það eru 24 ár frá því 110 Rottweilerhundar úr Árbænum sigruðu í Músíktilraunum í Tónabæ og Rottweiler varð fyrsta hljómsveitin til sigra í þeirri merkilegu keppni sem var ekki hefðbundin hljómsveit með gítar bassa og trommum.

Rottweiler sló í gegn heldur betur og upp spruttu rappkrakkar um allt land og það var búinn til nýr flokkur á Íslensku tónlistarverðlaununum Rapp ársins!

En það voru ekki allir hrifnir af þessum kjaftforu ungu mönnum, þeir voru t.d. bannaðir í mörgum félagsmiðstöðvum og á Samfés.

Þeir hafa gefið út tvær plötur fyrri kom út 2001 og seinni 2002.

En XXX Rottweiler lifir góðu lífi og þeir voru með risa-tónleika í Laugardalshöll snemma í sumar, einskonar rapp-festival og það var uppselt.

Það er Rottweiler í Rokklandi í dag og Erpur og Bent eru taum-lausir og geltandi...

Frumflutt

12. maí 2024

Aðgengilegt til

14. maí 2025
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,