Víðsjá

Reggie Watts og hlaðvörp

Bandaríski uppistandarinn, tónlistarmaðurinn og leikarinn Reggie Watts hefur getið sér gott orð víða um heim fyrir sýningar sem blanda saman tónlist, improvi, uppistandi, eftirhermum og einkennilegum hugvekjum. Reggie Watts hélt um helgina tvær uppistandssýningar hér á landi. Annars vegar í Samkomuhúsinu á Akureyri og hins vegar í Gamla bíói í Reykjavík en hann mun síðan halda aðra sýningu á Flateyri þann um næstu helgi. Við ræðum við hann og Margréti Erlu Maack í þætti dagsins.

Við kynnum okkur einnig sístækkandi menningarfyrirbærið hlaðvarp. Það er um áratugur síðan hlaðvarpið sprakk út og miða margir þá blómstrun við hið feikivinsæla bandaríska hlaðvarp; Serial. Við ræðum við hlaðvarpsritstjóra Rúv, og aðra starfsmenn í efstaleiti um uppáhaldshlaðvörp.

Frumflutt

30. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,