• 00:02:10Hvíta tígrísdýrið: Rýni
  • 00:11:59Fay Weldon

Víðsjá

Fay Weldon, Hvíta tígrisdýrið

Breski rithöfundurinn Fay Weldon lést í síðustu viku, 91 árs aldri. Rithöfundurinn sem kafaði í samskipti kynjanna og blæbrigði kynjapólitíkur með beittan stíl vopni.

Weldon talaði með verkum sínum inn í kvennabaráttu sjöunda og áttunda áratugarins, er ein af röddum þess sem kallað hefur verið annarar bylgju femínismi, og hafa bækur hennar stundum verið kallaðar sjálfbjargarbækur fyrir konur, en líka meistarverk og líka kerlingabækur. Weldon var afkastamikill höfundur sem skrifaði yfir 30 skáldsögur, auk smásagnasafna og verka fyrir útvarp og sjónvarp, en hún er sennilega þekktust fyrir tvö verk, Praxis og Ævi og ástir kvendjöfuls. Dagný Kristjánsdóttir þýddi Praxis og las upp í Ríkisútvarpinu 1981 en Elísa Björg þorsteinsdóttir þýddi Kvendjöfulinn 1985. Þær verða gestir okkar í dag.

Um liðna helgi var frumsýnt nýtt íslensk leikverk í Borgarleikhúsinu, Hvíta tígrisdýrið eftir Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur í samstarfi við leikhópinn Slembilukku. Nína Hjálmarsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins.

Frumflutt

10. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,