• 00:01:55Mátulegir: Rýni
  • 00:12:52Dorothy Iannone
  • 00:27:16Sigurður Ámundason

Víðsjá

Auglýsingahlé, Dorothy Iannone, Mátulegir

Upplýsingar og sjálfsmyndir eru fyrirbæri sem skilgreina samtíma okkar, mati myndlistarmannsins Sigurðar Ámundasonar, en hann sýnir um þessar mundir teikningar á auglýsingaskiltum borgarinnar. Frá því nýja árið hófst hafa verk Sigurðar yfirtekið ljósaskilti og í stað auglýsinga sjáum við merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert og hafa ekki upp á neitt bjóða nema kannski sjálf sig. Sigurður verður gestur okkar í dag.

Bandaríska myndlistarkonan Dorothy Iannone tók á sínum tíma þátt í hræringum fluxus og hugmyndalistarinnar á síðari hluta 20. aldar. Það var síðan með sýningu í New Museum í New York sem stjarna hennar fór rísa á nýrri öld og hafa litrík og oft sjálfsævisöguleg verk hennar farið víða á undanförnum árum. Dorothy Iannone lést 89 ára á jóladag. Við rifjum upp ævi hennar og líka hvernig hún kom skyndilega inn í íslenska myndlist einn vordag árið 1967 þegar hún hitti myndlistarmanninn Dieter Roth í fyrsta sinn á hafnarbakkanum í Reykjavík.

Nína Hjálmarsdóttir rýnir í Mátulega, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu þann 30.desember.

Frumflutt

3. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,