Víðsjá

Hreinn Friðfinnsson, María Elísabet Bragadóttir, Íslensku myndlistarverðlaunin,Eitruð lítil pillla

Við hittum Styrmi Örn Guðmundsson myndlistarmann við verkið Klett eftir Hrein Friðfinnsson í þætti dagsins. Verkið var fyrst sett upp í Berlín 2017 en er til sýnis í Ásmundarsal. Hreinn fæddist á í Dölum 1943 og útskrifaðist frá Handíða- og myndlistaskóla Íslands 1960. Hann var einn af stofnendum SÚM hópsins og er oft kallaður einn af frumkvöðlum hugmyndalistar hér á landi. Hann fluttist til Amsterdam 1971 þar sem hann hefur búið allar götur síðan. Og þar starfaði Styrmir Örn með honum í rúman áratug.

Í hádeginu var tilkynnt um þrettán tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins og meðal tilnefninganna er bók Maríu Elísabetar Bragadóttur Sápufuglinn. Við tökum Maríu tali um verðlaunin og bókina í þætti dagsins.

Einnig rýnir Nína Hjálmarsdóttir í söngleikinn Eitruð lítil pilla sem var frumsýndur var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi.

En við hefjum þáttinn á því tilkynna hvaða listamenn eru tilnefndir til Myndlistarverðlauna Íslands.

Frumflutt

29. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,