Víðsjá

List án landamæra, Tónleikur í Glerregni og ljósmyndun á söfnum

Í þætti dagsins ferðumst við í huganum til suðurhluta Evrópu, heimsækjum Scrovegni kapelluna á Ítalíu og safn Sofiu drottningar í Madrid og veltum fyrir okkur lítt listrænni ljósmyndun gesta þeirra. Síðan ræðir Anna María Björnsdóttir við Írisi Stefaníu Skúladóttur, listrænan stjórnanda hátíðarinnar List án landamæra, og Ólaf Snævar Aðalsteinsson, sviðslistamann og stjórnarmeðlim hátíðarinnar, um það sem ber hæst í dagskrá vetrarins og hvar stofnanir megi gera betur þegar kemur inngildingu listafólks með fötlun. Og lokum hugum við þremur tónleikum í Listasafni Íslands en munu Davíð Þór Jónsson, Una Sveinbjarnadóttir og Skúli Sverrisson koma sér fyrir, hver í sínu lagi, undir Glerregni eftir Rúrí og skapa tónverk út frá upplifunum sínum af verkinu. Við rennum út í Mosfellsbæ og ræðum við Davíð Þór Jónsson um Tónleik í Glerregni.

Frumflutt

14. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,