Víðsjá

Fyrirbæri, Hugo Llanes, Prinsessuleikarnir, leiklistardagurinn

Fyrirbæri kallast rými við Ægisgötu, rekið af listamönnum og hýsir vinnu­stof­ur fjölbreyttra listamanna - vel yfir þrjátíu talsins. Þetta eru listamenn á öllum aldri með ólíkan bakgrunn og ólíka reynslu, sum taka sín fyrstu skref önnur eiga langan og farsælan feril baki. Í Fyrirbæri er sýn­ing­ar­sal­ur en þetta er líka vett­vang­ur fyr­ir fólk til kaupa sam­tíma­list beint af vinnu­stof­um lista­manna. Víðsjá gerði sér ferð á Ægisgötuna og byrjaði á ræða við manneskjuna sem segja hafi opnað gáttir Fyrirbæris. Katrínu Ingu Jóns Hjördísar, en einnig Anton Lyngdal, Önnu Anna Hallin og Olgu Bermann.

Á Gerðarsafni stendur yfir sýningin rekja brot, þar sem erlendir listamenn rannsaka nýlenduhyggju, rasisma, kúgun, yfirtöku og jaðarsetningu. Sýningin flæðir um báða aðalsali safnsins og verkin eru fjölbreytt og ólík þó hugmyndafræðilegur þráður gefi þeim samhljóm. Við ræddum við sýningarstjórann Daríu Sól Andrews í síðustu viku en í dag heyrum við einum listamannanna, Hugo Llanes frá Veracruz í Mexíkó. Hugo flutti hingað til lands árið 2018, býr hér enn og leggur stund á umhverfis og auðlindafræði. Í verkum sínum rannsakar hann oftar en ekki sprungur í pólitískum og félagslegum kerfum, og notar til þess ýmsa miðla. Hann skoðar meðal annars fólksflutninga, misnotkun valds og áhrif nýlendustefnu á þróun sjálfsmyndar rómönsku ameríku. Meira um það í þætti dagsins.

Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í Prinsessuleikana eftir Elfriede Jelinek sem sýndir eru um þessar mundir í Borgarleikhúsinu.

En við hefjum þáttinn á hugleiðingu fra Ólafi Agli Egilssyni í tilefni dagsins, en í dag er alþjóðlegur dagur leiklistarinnar.

Frumflutt

27. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,