• 00:01:49Stabat Mater
  • 00:18:09Ritaðar myndir í Hafnarborg
  • 00:37:40Teitur Magnússon um Gene Clark

Víðsjá

Stabat Mater, Glataðir snillingar, Óræð myndlist

Við ræðum við Hallveigu Rúnarsdóttur sópransöngkonu í þætti dagsins, um eitt dáðasta tónverk barrokktímans, Stabat Mater eftir Pergolesi, sem samið var við einn þekktasta sálm kristninnnar. Hallveig mun flytja verkið ásamt Hildigunni Einarsdóttur og Kammersveit Reykjavíkur á Skírdag í Hallgrímskirkju.

Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, verður viðkomustaður okkar í þætti dagsins. Í Sverrissal, einum sýningarsalanna þar, er uppi sýningin Ritaðar myndir þar sem gefur líta nokkuð dularfullar myndir Jóhanns S. Vilhjálmssonar. Þetta eru gríðarflóknar tekningar, form og órætt letur, sem minna jafnt á norrænan myndheim og skreytilist fjarlægra landa. Við hittum Jóhann í dag og ræðum líka við Jón Proppé um listhans, en Jón er sýningarstjóri ásamt Erlingi Klingenberg.

Og í dag kynnum við til leiks nýjan pistlahöfund hér í Víðsjá. Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon mun á næstu vikum flytja okkur pistla um Glatað snillinga. Í dag fáum við heyra um einn helsta frumkvöðul kántrí- og þjóðlagarokktónlistar, Gene Clark.

Frumflutt

4. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,