Tónlistin í þættinum:
Skólakór Kársness syngur Þýtur í stráum, þjóðlag í raddsetningu eftir Sigurð Rúanr Jónsson (Didda fiðlu). Þórunn Björnsdóttir stjórnar.
Sönghópurinn Hljómeyki flytur Kvöldvísur um sumarmál (1984), eftir Hjálmar H. Ragnarsson, við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson (úr ljóðabókinni Svartálfadans (1951). Hjálmar H. Ragnarsson stjórnar. Hljóðritunin kom út 1991.
Jussi Björling tenór syngur, An Sylvia D 891 op. 106 nr. 4 eftir Franz Schubert við ljóð eftir William Shakespeare. Harry Ebert leikur á píanó. Hljóðritað 1940.
Kristinn Hallsson syngur, Árni Kristjánsson leikur á píanó. Þeir flytja Am Meer, lag eftir Franz Schubert við ljóð eftir Heinrich Heine. - Hljóðritað 25. febrúar 1965.
Strokkvartettinn Siggi leikur Strengjakvartett nr. 4: Centennial 1984 eftir Atla Heimi Sveinsson. (Kvartettinn skipa Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla; Una Sveinbjarnardóttir, fiðla; Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla; Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló)
Þetta kom út í desember í fyrra.
Blásarar úr Fílharmóníusveit Berlínar leika annan þátt, Menuetto - Tríó úr Divertimento fyrir blásara í B-dur KV 186 (159b) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytjendur eru:
Gerhard Turetschek, óbó; Walter Lehmayer, óbó; Alfred Prinz, klarinett; Christian Cubasch, klarinett; Gunter Lorenz, enskt horn; Gottfried Boisits, enskt horn; Dietmar Zeman, fagott; Camillo Oehlberger, fagott; Roland Berger horn; Volker Altmann, horn.
Rachel Podger leikur á fiðlu með kammersveitinni Brecon Baroque. Þau flytja
annan þátt, allegro úr Kammerlögum fyrir fiðlu og tölusettan bassa, op. 2 nr. 4 í a-moll eftir Richard Jones.
Meðlimir Brecon Baroque:
Reiko Ichise, gamba (e. 6 strings bass viol); Felix Knecth, selló; Elizabeth Kenny, bassalúta, (e. archlute), barokkgítar, lútur ; Marcin Swiatkiewicz, semball, orgel