Sígild og samtímatónlist

Þáttur 4 af 150

Tónlistin í þættinum:

Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Dúfa á brún eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Textahöfundar ekki getið

Kvennakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, Hjá lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson, ljóðið er eftir Halldór Laxness.

Kammversveitin í München (Münchener Kammerorchester) leikur undir stjórn Christoph Poppen, Kveðjuserenöðu fyrir strengjasveit (Abschiedsserenade für Streichorchester (2003) I og II, eftir Valentin Silvestrov.

Barbara Hannigan stjórnar og syngur tvo þætti úr verkinu Quatre chants pour franchir le seuil fyrir sópan og hljómsveit eftir Gérard Grisey. Með henni leikur Ludwig-hljómsveitin. Þættirnir sem hljóma eru eru: Millispil 3 og Dauði raddarinnar; og lokaþáttur verksins Vögguvísa.

Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmonikkuleikari flytur verkið Fikta (2018) eftir Friðrik Margrétar- Guðmundsson.

Strokkvartettinn Siggi flytur Strengjakvartett nr. 5: Attacca 2016 eftir Atla Heimi Sveinsson.

Hanna Dóra Sturludóttir syngur lagaflokkinn Steinalög eftir Hauk Tómasson, við ljóð eftir Sjón. Snorri Sigfús Birgisson leikur á píanó. Ljóðin eru þrjú: Tímamót, Strengleikur og Dægurlag.

Frode Fjellheim syngur lag sitt, The return of the sun. Með honum leika Eldbjørg Hemsing á fiðlu og Fílharmóníusveit Norðurslóða (Arctic Philharmonic) undir stjórn Christian Kluxen.

Fílharmóníusveit New York borgar leikur forleikinn Candide eftir Leonard Bernstein undir stjórn tónskáldsins.

Frumflutt

29. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,