Tónlistin í þættinum:
Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Dúfa á brún eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Textahöfundar ekki getið
Kvennakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, Hjá lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson, ljóðið er eftir Halldór Laxness.
Kammversveitin í München (Münchener Kammerorchester) leikur undir stjórn Christoph Poppen, Kveðjuserenöðu fyrir strengjasveit (Abschiedsserenade für Streichorchester (2003) I og II, eftir Valentin Silvestrov.
Barbara Hannigan stjórnar og syngur tvo þætti úr verkinu Quatre chants pour franchir le seuil fyrir sópan og hljómsveit eftir Gérard Grisey. Með henni leikur Ludwig-hljómsveitin. Þættirnir sem hljóma eru eru: Millispil 3 og Dauði raddarinnar; og lokaþáttur verksins Vögguvísa.
Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmonikkuleikari flytur verkið Fikta (2018) eftir Friðrik Margrétar- Guðmundsson.
Strokkvartettinn Siggi flytur Strengjakvartett nr. 5: Attacca 2016 eftir Atla Heimi Sveinsson.
Hanna Dóra Sturludóttir syngur lagaflokkinn Steinalög eftir Hauk Tómasson, við ljóð eftir Sjón. Snorri Sigfús Birgisson leikur á píanó. Ljóðin eru þrjú: Tímamót, Strengleikur og Dægurlag.
Frode Fjellheim syngur lag sitt, The return of the sun. Með honum leika Eldbjørg Hemsing á fiðlu og Fílharmóníusveit Norðurslóða (Arctic Philharmonic) undir stjórn Christian Kluxen.
Fílharmóníusveit New York borgar leikur forleikinn að Candide eftir Leonard Bernstein undir stjórn tónskáldsins.