Tónlistin í þættinum:
Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Úr Hulduljóðum eftir Atla Heimi Sveinsson, við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó.
Kristinn Sigmundsson syngur, Jónas Ingimundarson leikur á píanó. Þeir flytja Stirb, Lieb' und Freud úr ljóðaflokknum Zwölf Gedichte op. 35 eftir Robert Schumann. Ljóðið er eftir Justinus Kerner.
Jan DeGaetani mezzosópran syngur með The Eastman Chamber Ensemble, undir stjórn David Effron. Þau flytja Wo die schönen trompeten blasen, Úr ljóðaflokknum Des Knaben Wunderhorn eftir Gustav Mahler.
Maria João Pires leikur á píanó, Augustin Dumay á fiðlu og Jian Wang á selló. Þau leika Tríó fyrir fiðlu, píanó og selló í B-dúr, K.502 frá 1786 eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Verkið er í þremur þáttum:
1. Allegro
2. Larghetto
3. Allegretto
Jussi Björling tenór syngur og Harry Ebert leikur á píanó. Þeir flytja An Sylvia, D 891 op. 106 nr.4 eftir Franz Schubert. Ljóðið er eftir William Shakespeare, þýsk þýðing eftir Eduard von Bauernfeld. Hljóðritað 1940.
Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Daníels Bjarnasonar, þriðja þátt af fimm, The origins of time, úr Svítunni The Theory of Everything, eftir Jóhann Jóhannsson.
Kammmerkór Reykjavíkur syngur Næturregn eftir Sigurð Bragason, ljóðið orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.