Sígild og samtímatónlist

Þáttur 34 af 150

Tónlistin í þættinum:

Litli kór Kársnessskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, lagið Kisa, eftir Jón Ásgeirsson, textinn er þjóðkvæði. Marteinn Hunger Friðriksson leikur með á píanó.

Borodin-strengjakvartettinn leikur Strengjakvakvartett nr. 8 í c-moll op. 110 eftir Dmitríj Shostakovitsj.

Verkið er í 5 þáttum:

I. Largo - attacca

II. Allegro molto - attacca

III. Allegretto - attacca

IV. Largo - attacca

V. Largo

(Meðlimir Borodin strengjakvartettsins eru: Rostislav Dubinsky, fiðla; Yaroslav Aleksandrov, fiðla; Dimitri Shebalin, víóla; Valentin Berlinsky, selló)

Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, Bæn, lag Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Hljóðritað í Hallgrímskirkju 15.-15. nóvember 2017.

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Daníels Bjarnasonar, ballettverkið Eldur eftir Jórunni Viðar. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar - Uppáhalds íslenskt í Eldborgarsal Hörpu, 31. ágúst 2018.

Jessye Norman syngur, Daniel Barenboim leikur á píanó. Þau flytja ljóð úr ljóðaflokkinum 5 Lieder WoO post. 22 (Ophelia-Lieder) eftir Johannes Brahms við texta eftir William Shakespeare í þýskri þýðingu eftir August Wilhelm von Schlegel.

Söngljóðin sem hljóma eru:

2. Sein Leichenhemd, weiss wie Schnee

3. Auf morgen ist St. Valentins Tag

4. Sie trugen ihn auf der Bahre bloss

5. Und kommt er nicht mehr zurück?

Dietrich Fischer-Dieskau barítón syngur, Daniel Barenboim leikur á píanó. Þeir flytja Frühlingstrost, fyrsta ljóðið úr Lieder und Gesänge op. 63 eftir Johannes Brahms.

Mstislav Rostropovitsj leikur fyrsta þátt, Moderato úr Sellókonserti í C-dúr eftir Franz Joseph Haydn ásamt Ensku Kammersveitinni. Stjórnandi er Benjamin Britten.

Frumflutt

16. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,