Sönghópurinn Voces 8 flytur A pile of dust eftir Jóhann Jóhannsson í útsetningu Benjamin Rimmer.
Trio con Brio Copenhagen flytur Píanótríó nr. 1 í c-moll, Poème, op. 8 (1923) eftir Dmitríj Shostakovitsj.
Martin Fröst leikur á klarínettu ásamt félögum úr Tale kvartettinum, þau flytja Kvartett fyrir klarínettu og stroktríó (1993) eftir Krzysztof Penderecki
Þættir verksins eru:
1. Adagio
2. Vivacissimo
3. Serenade: Tempo di valse
4. Larghetto
Snorri Sigfús Birgisson leikur á píanó, Glacial Pace eftir Hauk Tómasson.
Barbara Hannigan sópran syngur með Emerson-stengjakvartettinum og Bertrand Chamayou sem leikur á píanó. Þau flytja Chanson perpétuelle, op. 37 eftir Ernest Chausson.
Lise Davidsen sópran syngur Dich, teure Halle, úr fyrsta atriði annars þáttar óperunnar Tannhäuser WWW 70 eftir Richard Wagner. Með leikur Hljómsveitin Fílharmónía (Philharmonia Orchestra) undir stjórn Esa-Pekka Salonen.
Frumflutt
18. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.