Sígild og samtímatónlist

Þáttur 25 af 150

Tónlistin í þættinum:

Barbörukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Þau flytja fyrsta þátt, Kyrie, úr Missa Brevis eftir Stefán Arason.

Barbara Hannigan sópran syngur, Bertrand Chamayou leikur með á píanó. Þau flytja þætti úr verkinu Chants de terre et de ciel eftir Olivier Messiaen. Þættir verksins eru alls sex, en hér hljóma eftirfarandi þættir:

I. Bail avec Mi (pour ma femme)

III. Danse du bébé-Pilule (pour mon petit Pascal)

IV. Arc-en-ciel d’innocence (pour mon petit Pascal)

Sólveig Steinþórsdóttir leikur á fiðlu, annan þátt, Sarabande: Quasi lento úr Sónötu nr. 4 í e-moll eftir Eugène Ysaye.

Strengjakvartettinn Quatuor Parrenin leikur Strengjakvartett í e-moll (Quatuor à cordes en mi mineur) op. 121 eftir Gabriel Fauré.

Meðlimir Quatuor Parrenin eru Jacques Parrenin og Jacques Ghestem sem leika á fiðlur, Gérard Caussé á víólu og Pierre Penassou á selló.

Þættir verksins eru:

1. Allegro moderato

2. Andante

3. Allegro

Kammerkór St. Pétursborgar syngur undir stjórn Nikolai Korniev, þau flytja Faðir vor, eftir Juri Sergeyevich Sakhnovsky.

Frumflutt

14. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,