Tónlistin í þættinum:
Anne-Sophie Mutter fiðluleikari og Lambert Orkis píanóleikari flytja þriðja þátt, (Passacaglia) Allegro moderato ma energico úr Sónötu fyrir fiðlu og píanó í b-moll eftir Ottorino Respighi.
Strokkvartettinn Siggi flytur Strengjakvartett nr. 5: Attacca 2016 eftir Atla Heimi Sveinsson.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzo-sópran, Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, og Pétur Jónasson gítarleikari flytja Þið förumenn jarðar, eftir Atla Heimi Sveinsson. Ljóðið orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Einar Steinþór Jónsson og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikarar, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari, Jón Arnar Einarsson básúnuleikari og Tom Yaron Meyerson túbuleikari flytja þætti úr verkinu Málmglettur eftir Birki Frey Matthíasson. Þættirnir eru alls níu, en hér hljóma sex þeirra:
Fannbreiða
Vorhiminn
Morgunroði
Leikvangur
Næturregn
Svifflug
Arngunnur Árnadóttir leikur á klarínettu með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Þau flytja 2. kafla, Adagio, úr Klarínettukonsert eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar flytja 3. þátt, Adagio, úr verkinu Gran Partita KV 361 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson.