Sígild og samtímatónlist

Þáttur 24 af 150

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum og úr ólíkum áttum.

Tónlistin í þættinum:

Schola cantorum syngur Stóðum tvö í túni, þjóðlag í raddsetningu eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Textinn er úr Víglundarsögu. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Kvennakór Reykjavíkur syngur Hjá lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson. Ljóðið orti Halldór Laxness. Stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir.

Maria João Pires leikur á píanó, Augustin Dumay á fiðlu og Jian Wang á selló. Þau leika annan þátt, Larghetto úr Tríói fyrir fiðlu, píanó og selló í B-dúr, K.502 frá 1786 eftir Wolfgang Amadeus Mozart.

Yuja Wang leikur Intermezzo í cís-moll op. 117 nr. 3. eftir Johannes Brahms.

Strokkvartettinn Siggi leikur Strengjakvartett nr. 3 eftir Atla Heimi Sveinsson.

Lise Davidsen syngur En svane, úr ljóðaflokknum 6 Digte Op. 25 eftir Edvard Grieg. Ljóðið orti Henrik Ibsen. Leif Ove Andsnes leikur á píanó.

Félagar úr Fílharmóníusveit Berlínar leika þætti úr Divertimento fyrir blásara í B-dúr KV 186 (159b) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Stjórnandi er Karl Böhm.

Rachel Podger leikur á fiðlu ásamt kammersveitinni Brecon Baroque, þau flytja

Tvö lög fyrir fiðlur, selló og sembal. Auld Bob Morrice. Affetuoso - Allegro eftir Francesco Xaverio Geminiani.

Frumflutt

7. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,