Sígild og samtímatónlist

Þjóðlög, strengjabarokk og umritanir

Tónlistin í þættinum:

Schola Cantorum syngur Stóðum tvö í túni, íslenskt þjóðlag í útsetningu eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Textinn er úr Víglundarsögu. Stjórnandi: Hörður Áskelsson.

Snorri Sigfús Birgisson leikur á píanó eigin útsetningu á íslenska þjóðlaginu Farðu sofa fyrir mig.

Yuja Wang leikur á píanó, Intermezzo í cís moll op. 117 nr. 3 eftir Johannes Brahms.

Rachel Podger leikur á fiðlu ásamt kammerhópnum Brecon Baroque, Kammerlög (Chamber airs) fyrir fiðlu og tölusettan bassa op. 2, nr. 4 í a-moll eftir Richard Jones. Verkið er í 3 þáttum:

I. Preludio. Largo

II. Allegro

III. Giga. Allegro

Daniel Hope leikur á fiðlu með AIR Ensemble, Introduction to Scarlatti's Lessons eftir Thomas Roseingrave (umritun fyrir kammerhóp).

Quatuor Mosaïques leikur Strengjakvartett í h-moll op. 33 nr. Hob. III: 37 eftir Franz Joseph Haydn.

Fílharmóníusveit Norðurslóða (Arctic Philharmonic) leikur Vorið, úr 12 söngvum op. 33 (nr. 2) eftir Edvard Grieg í útsetningu fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Ben Palmer. Einleikari á fiðlu: Eldbjørg Hemsing. Stjórnandi: Christian Kluxen.

Spilmenn Ríkínís flytja Sorg er sárleg pína, þjóðlag og þjóðkvæði úr handritinu Melódíu. Marta Guðrún Halldórsdóttir syngur og leikur á lýru og Örn Magnússon leikur á hörpu.

Frumflutt

12. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,