Sígild og samtímatónlist

Kammersveit Reykjavíkur 50 ára

Leikið af geisladiskum Kammersveitar Reykjavíkur í tilefni 50 ára afmælis sveitarinnar.

Í þættinum hljómar sextett eftir Ludwig van Beethoven og tvö verk eftir Jón Leifs: Variazioni pastorale op. 8, (tilbrigði við stef eftir Beethoven) og Erfiljóð op. 35.

Nánar um tónlistina í þættinum:

Sextett fyrir tvö horn og strengjakvartett í Es-dúr op. 81b eftir Ludwig van Beethoven. Joseph Ognibene og Emil Friðfinnsson leika á horn, Rut Ingólfsdóttir og Júlíana Elín Kjartansdóttir á fiðlur, Sarah Buckley á víólu og Inga Rós Ingólfsdóttir á selló.

Verkið er í þremur þáttum:

Allegro con brio

Adagio

Rondo. Allegro

Variazione pastorale op. 8 fyrir strengjakvartett - tilbrigði við tema eftir Ludwig van Beethoven, eftir Jón Leifs. Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leika á fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir leikur á víólu og Inga Rós Ingólfsdóttir á selló.

Erfiljóð op. 35 fyrir karlakór, mezzosópran og fiðlu eftir Jón Leifs

Verkið er í þremur þáttum:

Söknuður

Sorgardans

Sjávarljóð

Texti fyrsta þáttar er eftir Jónas Hallgrímsson. Textar 2. og 3. þáttar eru lausavísur, spakmæli og viðlög úr íslenskum þjóðlögum o.fl.

Karlakór syngur fyrstu tvö lögin, Þórunn Guðmunsdsdóttir sópran syngur einsöng með kórnum og einleikari á fiðlu er Rut Ingólfsdóttir. Stjórnandi er Bernharður Wilkinsson.

Söngvarar í karlakór:

1. tenór: Einar Jörundsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Guðmundur Arnlaugsson, Magnús Guðmundsson

2. tenór: Bragi Bergþórsson, Egill Árni Pálsson, Heimir Jónatansson, Jóhann Baldvinsson

1. bassi: Bjarni Benedikt Björnsson, Hafsteinn Þórólfsson, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Hugi Jónsson

2. bassi: Árni Áskelsson, Benedikt Ingólfsson, Halldór Vilhelmsson, Rúnar Einarsson

Frumflutt

16. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,