Sígild og samtímatónlist

Þáttur 19 af 150

Tónlistin í þættinum:

Sunnukórinn á Ísafirði flytur Söngvaseið (Greensleeves), enskt þjóðlag í útsetningu eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Sigríður Ragnarsdóttir leikur á píanó og Jónas Tómasson á altflautu. Stjórnandi er Hjálmar H. Ragnarsson.

Hljóðritun gerð í Alþýðuhúsinu á Ísafirði 22.05. 1976.

Sönghópurinn Hljómeyki flytur Kvöldvísur um sumarmál, eftir Hjálmar H. Ragnarsson, við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson (úr ljóðabókinni Svartálfadans (1951)). Hjálmar H. Ragnarsson stjórnar. Hljóðritunin kom út 1991.

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir syngur An den Mond, söngljóð eftir Franz Schubert. Kunal Lahiry leikur með á píanó. Georg Magnússon hljóðritaði fyrir Ríkisútvarpið 2021.

Glenn Gould leikur á píanó, 1. þátt, í G-dúr, Andante con moto, úr Sex bagatellum fyrir píanó op. 126 eftir Ludwig van Beethoven. Hljóðritun gerð í september 1952.

Heloïse Werner, sópran syngur. Með henni leika Max Baillie á víólu, Colin Alexander á selló og Marianne Schofield á kontrabassa. Þau flytja

Sombres lieux úr söngvasafninu Nouveau recueil d’airs sérieux et à boire eftir Julie Pinel.

Af plötunni Close-Ups (júní 2024) Hljóðritað í SJE Arts, Oxford, í september 2023.

Barry Tuckwell leikur á horn með Academy of St Martin-in-the-Fields sveitinni, fyrsta þátt, Allegro úr Hornkonsert nr. 1 í D-dúr eftir Franz Joseph Haydn.

Stjórnandi er Neville Marriner.

Quatuor Mosaïques flytur Quator en si bémol majeur (Kvartett í B-dúr) op. 33 nr. 4 Hob. III : 40 eftir Franz Joseph Haydn. Hljóðritun frá 1997.

Verkið er í 4 þáttum:

1. Allegro moderato

2. Scherzo (allegretto)

3. Largo

3. Presto

Frumflutt

2. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,