Sígild og samtímatónlist

Kammersveit Reykjavíkur 50 ára

Leikið af geisladiskum Kammersveitar Reykjavíkur í tilefni 50 ára afmælis sveitarinnar.

Í þessum þætti hljóma verk eftir Huga Guðmundsson af geisladiskinum Windbells sem út kom á síðasta ári og einnig hljóma verk af heildarútgáfu Kammersveitarinnar og Jaaps Schöders á Brandenborgarkonsertum Johanns Sebastians Bachs frá árinu 2000.

Leikin eru eftirfarandi verk:

Equilibrium IV: Windbells (2005) eftir Huga Guðmundsson. Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur leika. Stjórnandi er Asbjörn Ibsen Bruun.

Lux fyrir flautu og rafhljóð (2009/2011) eftir Huga Guðmundsson. Áshildur Haraldsdóttir leikur á flautu. Melkorka Ólafsdóttir leikur á flautu í rafhljóðum.

Þrír söngvar úr Hávamálum II (2014/2021) eftir Huga Guðmundsson. Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran syngur með Kammersveit Reykjavíkur. Stjórnandi er Rúnar Óskarsson.

Söngvarnir sem hljóma eru: Ungur var eg forðum, Mildir, fræknir og Voðir mínar.

Brandanborgarkonsert nr. 1 í F-dúr BWV 1046 eftir Johann Sebastian Bach. Kammersveit Reykjavíkur leikur undir stjórn konsertmeistarans, fiðluleikarans Jaap Schröder. Einleikari á fiðlu er Rut Ingólfsdóttir.

Þættirnir verksins eru fjórir:

1. Allegro

2. Adagio

3. Allegro

4. Menuetto - Trio - Polacca - Trio

Allegro, fyrsti þáttur úr Brandenborgarkonserti 4 í G-dúr BWV 1049 eftir Johann Sebastian Bach. Kammersveit Reykjavíkur leikur. Einleikarar eru Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, og flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir. Leiðari og stjórnandi er Jaap Schröder.

Frumflutt

9. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,