Sígild og samtímatónlist

Þáttur 18 af 150

Tónlistin í þættinum:

Eric Le Sage leikur á píanó, Prélúdíu nr. 13 í d-moll eftir Nino Rota.

Eggert Stefánsson syngur, Björt mey og hrein, íslenskt þjóðlag í útsetningu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Stefán Ólafsson í Vallarnesi orti ljóðið. Hljóðritun frá 1926. Nafns píanóleikara ekki getið.

Jussi Björling syngur M’appari tutt’amor (Ach so fromm), aríu Lyonels úr 3. þætti óperunnar Martha eftir Friedrich von Flotow. Libretto eftir Friedrich Wilhelm Riese, Achille de Lauzières þýddi yfir á ítölsku. Nils Grevillius stjórnar ónafngreindri hljómsveit. Hljóðritað 1939.

Guðný Guðmundsdóttir leikur á fiðlu, Vetrartré (1983) eftir Jónas Tómasson. Verkið er í fjórum þáttum:

1. Góð tré

2. Hrygg tré

3. Óð tré

4. Þögul...

Upptökur fóru fram í Langholtskirkju í júní 1985

Nigel Kennedy leikur einleik í Fiðlukonsert í g-moll, op. 26 eftir Max Bruch. Enska kammersveitin leikur með undir stjórn Jeffrey Tate. Verkið er í þremur þáttum:

I Vorspiel (Allegro moderato)

II Adagio

III Finale (Allegro energico)

Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Lotningu, þjóðlag í raddsetningu Sigurðar Rúnars Jónssonar.

Frumflutt

26. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,