Sígild og samtímatónlist

Þáttur 11 af 150

Tónlistin í þættinum:

Cincinnati Pops Orchestra undir stjórn Erich Kunzel leikur Lara’s theme úr kvikmyndinni Doctor Zhivago.

Eldbjørg Hemsing leikur á fiðlu með Arctic fílharmoníunni undir stjórn Christian Kluxen A hidden life eftir James Newton Howard úr samnefndri kvikmynd.

Eric Le Sage leikur á píanó Tvo valsa yfir nafnið Bach eftir Nino Rota; Circus-Valzer og Valzer-Carillo.

Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar syngur Kom vinur eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Ljóðið orti Vilborg Dagbjartsdóttir.

Kordía, kór Háteigskirkju undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur syngur Þú heyrir eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Elfa Dröfn Stefánsdóttir og Marteinn Snævarr Sigurðsson syngja einsöng. Ljóðið orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

Elektra Ensemble, þær Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó, Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta, Helga Björg Arnardóttir, klarínett, Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla og Margrét Árnadóttir, selló leika Elektra, verk frá árinu 2017 eftir Helga Rafn Ingvarsson.

Málmblásarakvintettinn Canadian Brass leikur Fitzwillian Suite, þætti úr Fitzwilliam Virginal Book eftir William Byrd. Þættirnir eru sex, en hér hljóma fjórir þeirra: The Woods so Wilde, Alman, Pavana, og La Volta. Arthur Frackenpohl útsetti.

New York Philharmonic undir stjórn Leonards Bernstein leikur El Salón México eftir Aaron Copland.

Frumflutt

1. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,