Morgunútvarpið

18. des. -Uppgjör umhverfismála, hátíð ljóss og hakkara og stjórnarmyndunarviðræður

Tæpar tvær vikur eru eftir af árinu 2024 og er tíminn til gera hin ýmsu málefni upp. Við hefjum þáttinn á því gera upp árið í umhverfismálum. Stiklum vissulega á stóru en við fáum til okkar Guðmund Steingrímsson varaformann Landverndar og Lauru Sólveigu Lefort Scheefer frá Ungum umhverfissinnum til ræða hvað fór vel og hvað þarf ganga betur á næsta ári.

Björn Berg Gunnarsson ræðir við okkur um sparnaðarmarkmið á nýju ári.

Jólin eru ekki aðeins hátíð ljóss, friðar og samverustunda með sínum nánustu, heldur eru þau einnig uppáhalds árstími hakkara. Björn Orri Guðmundsson, framkvæmdastjóri Aftra og sérfræðingur í aðferðafræði hakkara og í netforvörnum og Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson, forstöðumaður skýja- og netreksturs hjá Origo fara yfir þau mál með okkur.

Við höldum síðan áfram ræða við stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, í þetta skiptið við Sigurð Pétursson, sagnfræðing, sem setur þær í sögulegt samhengi.

Margrét Gunnarsdóttir, sagnfræðingur, ræðir við okkur um venjur Íslendinga í kringum jól.

Við þorum varla gægjast inn í jólapakkann þegar kemur jólaveðrinu. Núna er gullfallegur jólasnjór víða um land en hvernig er spáin fyrir aðfangadag? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fer yfir það í lok þáttar.

Frumflutt

18. des. 2024

Aðgengilegt til

18. des. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,