Málið er

Fastur í úrræðaleysi kerfisins eftir alvarlegan heilaskaða

Ungur maður féll niður í líkamsrækt og í ljós kom hann hafði fengið heilablæðingu. Hann var sendur til Svíþjóðar í aðgerð sem fór ekki eins og vonast var til og heili hans varð fyrir miklum súrefnisskorti. Hann hlaut alvarlegan heilaskaða og lífið breyttist, ekki bara hans eigið líf heldur allra aðstandanda hans. Í þættinum í dag heimsækir Viktoría Hermannsdóttir Einar Óla og móður hans, Aðalheiði Bjarnadóttur, á Grensásdeild. Þar hefur hann búið í eitt og hálft ár meðan beðið er eftir hann komist í annað úrræði, en aðstandendur hans hafa upplifað algjört úrræðaleysi í kerfinu.

Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir

Viðmælendur: Aðalheiður Bjarnadóttir

Jóhanna

Frumflutt

30. nóv. 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Málið er

Málið er

Í þættinum er rætt við fólk sem þú vilt vita meira um, sagðar sögur af körlum og konum sem þú vissir ekki væru til og aflað heimilda um atburði sem þú gast ekki ímyndað þér hefðu átt sér stað, skildir ekki eða hafðir ekki uppgötvað væru áhugaverðir.

Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,