Málið er

Flóttafólk á Íslandi

Í þættinum í dag kynnumst við fólki sem hefur flúið heimaland sitt og sest á Íslandi. Við kynnumst líka vinum þeirra á Íslandi, fólki sem hefur hjálpað þeim aðlagast í nýju landi. Við byrjum í Safamýrinni þar sem við hittum vinkonurnar Þórdísi og Shiman, önnur er fædd á Íslandi og hin í Sýrlandi. Vinátta þeirra byrjaði fram á gangi þar sem þær voru báðar með börnin sín tvö rogast upp með Bónuspokana. Við hittum líka Lindu Hreggviðsdóttur sem komst því fyrir tilviljun það væru flóttamannabúðir í bakgarðinum hjá henni í Sólheimum og hefur hún eignast vini frá mörgum löndum sem leita til hennar bæði í sorg og gleði. Við hittum líka vinina Mohammad og Sveinbjörn sem báðir eru verkfræðingar og kynntust í gegnum verkefni Rauða Krossins á Íslandi, leiðsögumenn flóttafólks. Einnig er rætt við Sigrúnu Erlu Egilsdóttur, verkefnastjóra hjá Rauða krossinum á Íslandi. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Frumflutt

16. mars 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Málið er

Málið er

Í þættinum er rætt við fólk sem þú vilt vita meira um, sagðar sögur af körlum og konum sem þú vissir ekki væru til og aflað heimilda um atburði sem þú gast ekki ímyndað þér hefðu átt sér stað, skildir ekki eða hafðir ekki uppgötvað væru áhugaverðir.

Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,