Málið er

Gámagrams á Íslandi

Í Málið er í dag kynnir Viktoría Hermannsdóttir sér heim gámagramsara á Íslandi. Gámagrams er það þegar fólk nær sér í mat í matvörugáma verslana. Ólíkt því sem margir halda þá eru flestir sem stunda gámagrams ekki gera það vegna fátæktar heldur af hugsjón. Við förum á rúntinn með Rakel Garðarsdóttur sem hefur lengi barist gegn matarsóun og skoðum gáma á höfuðborgarsvæðinu og hittum nokkra gámagramsara.

Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir

Viðmælendur: Rakel Garðarsdóttir, Hallur Heiðarsson, Gréta, Adam og Kasja.

Frumflutt

26. okt. 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Málið er

Málið er

Í þættinum er rætt við fólk sem þú vilt vita meira um, sagðar sögur af körlum og konum sem þú vissir ekki væru til og aflað heimilda um atburði sem þú gast ekki ímyndað þér hefðu átt sér stað, skildir ekki eða hafðir ekki uppgötvað væru áhugaverðir.

Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,