Málið er

Úr fangelsi í frelsi

Í þættinum í dag heyrum við sögu Sturlu Þórhallssonar, sem var dæmdur í tíu ár fangelsi í Danmörku fyrir skipulagningu á umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann hefur á undraverðan hátt snúið blaðinu við. Fór í meðferð í fangelsinu og starfaði á hestaleigu síðustu fjögur ár afplánunartímans. Hann losnaði fyrir tveimur mánuðum við ökklaband sem hann bar síðasta árið í afplánunni og er orðinn frjáls maður á - sem hann segir ekki vera jafn einfalt og það kann hljóma. Við heyrum magnaða sögu Sturlu - frá þaulskipulögðu fíkniefnasmygli yfir í frelsið í sveitinni.

Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir

Viðmælendur: Sturla Þórhallsson, Sólmundur Sigurðarson.

Frumflutt

23. nóv. 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Málið er

Málið er

Í þættinum er rætt við fólk sem þú vilt vita meira um, sagðar sögur af körlum og konum sem þú vissir ekki væru til og aflað heimilda um atburði sem þú gast ekki ímyndað þér hefðu átt sér stað, skildir ekki eða hafðir ekki uppgötvað væru áhugaverðir.

Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,