Málið er

Safnarar

Í öðrum þætti af Málið er kynnir Viktoría Hermannsdóttir sér heim safnara á Íslandi. Hún heimsækir safnara sem eiga stór einkasöfn, einn á tæplega þrjú þúsund smábíla, annar 11 þúsund barmmerki, einn á meðal annars stærsta aðgöngumiðasafn á Íslandi svo eitthvað nefnt og ein á rúmlega 400 pör af salt og piparstaukum. En hvað er það sem er svona heillandi við vera safnari, um hvað snýst þetta og hvernig fer söfnunin fram?

Rætt er við Baldvin Halldórsson, Höskuld Ragnarsson, Örvar Möller, Sigurð Helga Pálmason og Þorbjörgu Elfu Hauksdóttur.

Frumflutt

19. jan. 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Málið er

Málið er

Í þættinum er rætt við fólk sem þú vilt vita meira um, sagðar sögur af körlum og konum sem þú vissir ekki væru til og aflað heimilda um atburði sem þú gast ekki ímyndað þér hefðu átt sér stað, skildir ekki eða hafðir ekki uppgötvað væru áhugaverðir.

Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,