Málið er

Vin - vinalegasta húsið á Hverfisgötu

Í fjórtánda þætti af Málið er heimsækir Viktoría Hermannsdóttir, Vin á Hverfisgötu. Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Við hittum fyrir fólkið sem sækir athvarfið, meðal annars einn sem er sagður fyrirmyndin af einni af aðalpersónunum í Englum Alheimsins, annan mann sem hefur þróað umbunarkerfi sem hjálpar honum lifa með geðklofa og heyrum af lífinu í VIN.

Viðmælendur:

Halldóra Pálsdóttir, Viðar Hafsteinn Eiríksson, Hörður Jónasson, Kristín Bjarnadóttir, Helgi Júlíusson, Ingi Hans Ágústsson, Sissa Hjördís Gestsdóttir, Jón Arnór, Sigurður Fáfnir.

Frumflutt

4. maí 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Málið er

Málið er

Í þættinum er rætt við fólk sem þú vilt vita meira um, sagðar sögur af körlum og konum sem þú vissir ekki væru til og aflað heimilda um atburði sem þú gast ekki ímyndað þér hefðu átt sér stað, skildir ekki eða hafðir ekki uppgötvað væru áhugaverðir.

Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,