• 00:02:00D-vítamín
  • 00:15:51Kafka, skrifræði og draumaland reglnanna
  • 00:29:15Lj'osi[ og ruslið

Víðsjá

Ljósið og ruslið, D vítamín og Kafka

Sýningin D-vítamín verður opnuð gestum næstkomandi föstudag í hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur en þar kemur saman úrval upprennandi listamanna með glæný og nýleg verk í anda þeirrar hefðar sem mótast hefur í áralangri sýningarröð Listasafnsins í D-sal. Við náum tali af Aldísi Snorradóttur, og Björk Hrafnsdóttur, sýningarstjórum í þætti dagsins.

Ljósið og ruslið er marglaga sviðs- og tónverk eftir Benedikt Hermann Hermannsson tónskáld og Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfund en það verður frumsýnt í Tjarnarbíói núna á fimmtudaginn. Verkið er samið fyrir og flutt af kvennakór og hljómsveit, og samanstendur sýningin af 10 lögum sem hvert felur í sér sitt eigið sögusvið og hljóðheim. Við ræðum við Benna Hemm Hemm og Maríu Rán Guðjónsdóttur, útgefanda, sem er einn kórmeðlima.

Við rifjum einnig upp erindi Snorra Rafns Hallssonar um Kafka, skrifræði og draumaland reglnanna og mun hann grípa niður í Réttarhöldin og bók bandaríska mannfræðingsins og anarkistans David Graeber, Utopia of rules.

Frumflutt

23. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,