Víðsjá

Mona Lisa, gítartónlist Suður ameríku og tjaldbúðir við Austurvöll

Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, fjallar í þætti dagsins um Austurvöll, heilaga staði, grjót, völd og tjöld. Einnig hittum við gítarleikarann Rúnar Þórisson sem heillaðist ungur af tónlist Suður Ameríku. Tónlist sem getur bæði verið full af gleði og trega á sama tíma. Hann hefur gefið út gítarplötuna Latin America þar sem hann flytur nokkur lög þekktra höfunda á borð við Piazolla, Barrios og Ayala. Við ferðumst til Parísar í þættinum og gaumgæfum skemmdarverk sem aðgerðarsinnar á vegum Riposte Alimentaire unnu á Monu Lisu á Louvre listasafninu um helgina.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Frumflutt

29. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,