Víðsjá

Steinunn Sigurðardóttir um Skálds sögu, Eyrnakonfekt Valdísar Þorkelsdóttur, Ég færi þér fjöll / rýni

Steinunn Sigurðardóttir ætlaði sér aldrei verða skáld. Kvenfyrirmyndir voru ekki margar og um tíma var hún spéhrædd við gáfumennin sem gerðu grín kerlingabókmenntum. En svo tóku skrifin bara yfir og þegar bókunum fjölgaði, fengu viðurkenningu og fóru ferðast til útlanda þá var hún orðin skáld, hvort sem henni líkaði betur eða verr. Við ræðum við Steinunni um Skálds sögu í þætti dagisns, en í þessu nýjasta verki hennar segir hún frá sjálfri sér, vinnuherbergjum, vinnuaðferðum og afstöðu sinni til skáldskaparins.

Valdís Þorkelsdóttir, viðburðastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, verður gestur okkar í í þætti dagsins og segir frá sínu uppáhalds tónverki.

Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Ég færi þér fjöll eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.

Frumflutt

19. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,