Víðsjá

Tónar útlaganna, Hreinn Friðfinnsson, Palestína í Feneyjum

Í vikunni gaf Hið íslenska bókmenntafélag út bókina Tónar útlaganna eftir Árna Heimi Ingólfsson. Þar er farið yfir sögu þriggja hámenntaðra tónlistarmanna sem flúðu heimalönd sín í Evrópu snemma á síðustu öld, fluttu til Íslands og höfðu veruleg áhrif á íslenskt menningarlíf, þá Róbert Abraham Ottóson, Heinz Edelstein og Victor Urbancic. Við gluggum í bókina og gröfum upp gamlar upptökur í þætti dagsins.

Einnig er rætt við Markús Þór Andrésson um yfirlitssýningu á verkum Hreins Friðfinnssonar sem opnar í Hafnarhúsinu á laugardag og við heyrum pistil frá Mirru Elísabetu Valdísardóttur um viðveru Palestínu á Feneyjatvíæringnum.

Frumflutt

19. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,