Víðsjá

Svipmynd af hljómsveitarstjóra

Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri, píanóleikari og tónlistarmaður hefur unnið ansi fjölbreyttum verkefnum í gegnum tíðina. Hann stundaði fiðlunám sem ungur drengur en en lauk síðan víóluleik frá Listaháskóla Íslands. Í framhaldinu stundaði hann síðan nám í hljómsveitarstjórn við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín.

Bjarni hefur komið fram víða um heim, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari og stjórnað flestum hljómsveitum á Íslandi við ýmis tækifæri, til dæmis stjórnað sinfóníuhljómsveit Íslands og verkefnum hjá íslensku óperunni. Þá hefur hann samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir bæði hérlendis og erlendis.

Hann gegndi embætti tónlistarstjóra íslensku óperunnar frá 2017. Þá tók hann við stöðu staðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2019. Síðan þá hefur hann einnig m.a. starfað sem hljómsveitarstjóri í verkefnum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og nýverið hefur hann ferðast með Björk sem hljómsveitarstjóri á tónleikaferðalaginu Cornucopia. Og er hann búinn taka við stjórn Mótettukórsins.

Frumflutt

23. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,