Víðsjá

Landslag fyrir útvalda, Nordic Affect og sumarlestur

Í þætti dagsins kíkjum í Hafnarborg þar sem verið er setja upp haustsýningunasýninguna, Landslag fyrir útvalda, en hún verður opnuð ásamt einkasýningu á verkum Sindra Ploders í Sverrissal safnsins, næstkomandi fimmtudag, nánar tiltekið þann 14. September, klukkan átta. Tónlistarhópurinn Nordic Affect hefur vetrartónleikaröð sína í Mengi næstkomandi sunnudag, 17. September. Útgangspunktur tónleikanna er bruninn mikli í London árið 1666 sem lagði stóran hluta borgarinnar í eyði. Við heyrum í Höllu Steinunni Stefánsdóttur listrænum stjórnanda Nordic Affect. Gréta Sigríður Einarsdóttir bókmenntarýnir, flakkaði vítt og breitt um heiminn og landið í sumar og viðaði sér bókum frá og um þá staði sem hún heimsótti. Við fáum heyra af þessu bókmenntaferðalagi í þætti dagsins.

Frumflutt

12. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,