Víðsjá

Listasafnið Akureyri, Þórunn Jarla í Glerhúsi, eyrnakonfekt, Magnea Guðmundsdóttir

Á fimmtudag opnaði í Glerhúsinu fyrsta sýning í nýrri sýningaröð um rithöfunda sem stunda myndlist. Það var Þórunn Jarla Valdimarsdóttir sem reið á vaðið og sýnir 17 teikningar í 17 daga. Við ræðum við Kristínu Ómarsdóttur og Þórunni Jörlu í Glerhúsinu. Við lítum í heimsókn í Listasafnið Akureyri og fáum heyra af fræðslusýningunni Grafísk Gildi þar sem ýmis grafíkverk úr safni eru dregin fram og einnig fáum við heyra af sýningu á landslagmálverkum eftir Jónas Viðar.

Einnig segir tónlistarfræðingurinn Helgi Jónsson frá sínu uppáhalds tónverki og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt flytur pistil um lestur á húsum.

Frumflutt

16. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,