Víðsjá

Tarotspil norrænna goðsagna, Ólöf Arnalds-Teens, Voðaverk í Vesturbænum-rýni

Á dögunum komu út hjá Bókabeitunni eftirtektarverð tarotspil. Spilin eru eftir hefðbundinni forskrift en höfundur þeirra, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, hefur endurhugsað þau út frá norrænni goðafræði, sér í lagi sögnum úr Snorra-Eddu og Eddukvæðum. Kristín Ragna er höfundur myndanna en hefur líka skrifað ítarlega skýringarbók með spilunum, sem inniheldur bæði leiðbeiningar fyrir lagnir og túlkun og mikinn fróðleik um goðin og sögurnar. Melkorka settist niður með Kristínu Rögnu og fékk hana til þess spá í spilin fyrir sig.

Um næstu helgi verður tónverkið Teens - Questions for Teenagers, flutt í Salnum í Kópavogi, en það er innblásið af röddum unglinga og viðtölum sem tekin voru við ungmenni frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi í fyrravetur. Verkið er eftir færeyska tónlistarmannin Teit en samið í samstarfi við kammersveitina Ensemble MidtVest, grænlenska söngvaskáldið Nive Nielsen og Ólöfu Arnalds, sem segir frá verkefninu í þætti dagsins.

En við hefjum þáttinn á bókarýni. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í nýútkomna glæpasögu Jónínu Leósdóttur, Voðaverk í Vesturbænum.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

1. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,