Víðsjá

Bjarni Frímann Bjarnason, Arðsemi menningar, Eltum veðrið

Við hittum Bjarna Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóra og píanóleikara á bílaverkstæði við Smiðjuveg í þætti dagsins. Bjarni mun halda þar tónleika um næstu helgi sem eru hluti af tónlistarhátíðinni State of the Art sem hefst á morgun og stendur til 12.október.

Við munum einnig kynna okkur skýrslu sem heitir Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Hún er unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið af Ágústi Ólafi Ágústssyni hagfræðingi. Ágúst Ólafur og Erla Rún Guðmundsdóttir, forstöðukona Rannsóknarseturs Skapandi greina, verða gestir okkar í dag.

Nína Hjálmarsdóttir verður einnig með okkur í þætti dagsins, en hún fór sjá Eltum veðrið, sem frumsýnt var í þjóðleikhúsinu á föstudag.

Frumflutt

7. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,