• 00:02:32Fearless Movement
  • 00:19:01Freyja Þórsdóttir - pistill
  • 00:30:37Anna Rún Tryggvadóttir - Margpóla

Víðsjá

Margpóla, Fearless Movement, Freyja Þórsdóttir

Á sýningunni Margpóla í Listasafni Íslands beinir Anna Rún Tryggvadóttir sjónum okkar ósýnilegum kröftum sem hafa margvísleg áhrif á allt okkar líf. Þessir kraftar leynast í segulsviði jarðar og birtast okkur með ólíkum hætti á sýningunni í pastellituðum vatnslitaverkum og eldrauðum skúlptúr. Í ljóðrænni nálgun sinni á viðfangsefnið bendir Anna Rún meðal annars á mannhverfa sýn okkar á náttúruna og möguleg tengslarof við hana. Við hittum listamanninn við verkin í þætti dagsins.

Freyja Þórsdóttir heimspekingur verður einnig með okkur í dag. þessu sinni fjallar hún um gleði og drauma. Og við kynnum okkur einnig plötuna Fearless Movement úr smiðju bandaríska tónlistarmannsins, tónskáldsins og hljómsveitarstjórans Kamasi Washington.

Frumflutt

14. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,