Víðsjá

Birnir Jón Sigurðsson

Birnir Jón Sigurðsson, sviðslistamaður og rithöfundur, segist ekki hafa átt sterkar fyrirmyndir á unga aldri. En hann dáist almennt listafólki sem er áhugasamt, jákvætt, spennt og drífandi. Honum líður best í óvissunni, þegar það er ekkert handrit, og planar aldrei langt fram í tímann. Kannski þess vegna er hann svo hrifinn af samsköpun í leikhúsinu.

Birnir hefur gefið út bækurnar Strá og Fuglabjargið og meðal annars sett á svið verkin Kartöflur, Fuglabjargið, Sund og Sýslumann dauðans, en það síðasta var afrakstur vinnu hans sem leikskáld Borgarleikhússins. Birnir hlaut hvatningarverðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins í síðustu viku og hann er gestur Víðsjár í svipmynd dagsins. Við ræðum meðal annars innblástur og útblástur, umhverfismál og hlutverk listamannsins, samhljóm í listinni og töfra samsköpunar.

Frumflutt

15. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,